Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
7

Sjö bjóða sig fram til forseta IOC

18.09.2024

 

Kosið verður um nýjan forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) á næsta ári, nánar til tekið á ársþingi sem haldið verður 18. – 21. mars í Grikklandi. Forsetinn er kjörinn af meðlimum þingins.
Frestur til að skila inn framboði til forsetaembættisins rann út á miðnætti þann 15. september sl. og varð þá ljóst að sjö frambjóðendur hafa boðið fram krafta sína, sex karlar og ein kona. Eingöngu karlmenn hafa gegnt hlutverki forseta IOC frá stofnun IOC árið 1894 og til þessa dags. Núverandi forseti IOC, Thomas Bach, er níundi forseti nefndarinnar en hann var kjörinn árið 2013.
Meðal frambjóðenda er fjórir frá Evrópu, þar á meðal Lord Sebastian Coe en hann er mörgum vel kunnur innan frjálsíþróttahreyfingarinnar og Juan Antonio Samaranch yngri en faðir hans var forseti IOC tímabilið 1980 - 2001.
Frambjóðendurnir eru:

David Lappartient,  Frakklandi
HRH Prince Feisal Al Hussein, Jórdaníu
Johan Eliasch, Bretlandi
Juan Antonio Samaranch, Spáni
Kirsty Coventry, Zimbabwe
Lord Sebastian Coe, Bretlandi
Morinari Watanabe, Japan

Frambjóðendunum sjö gefast kostur á að kynna stefnumál sín á lokuðum fundi hjá IOC, sem haldinn verður í Lausanne í Sviss í janúar næstkomandi. Frekari upplýsingar um valið á næsta forseta IOC, og hvaða tilskipanir og reglur gilda, er að finna á sérstakri vefsíðu IOC.
Hér má einnig finna ítarlegri frétt og upplýsingar um frambjóðendurna sjö.

Alþjóðaólympíunefndin er borgaraleg og ekki rekin í hagnaðarskyni. Um er að ræða frjáls félagasamtök og alþjóðlega stofnun sem samanstendur af sjálfboðaliðum sem hafa skuldbundið sig til að byggja upp betri heim með íþróttum. Alþjóðaólympíunefndin endurúthlutar meira en 90 prósentum af tekjum sínum til íþróttahreyfingarinnar, um 4,2 milljónum dollar, til að aðstoða íþróttamenn og íþróttasamtök á öllum stigum um allan heim.

Ísland hefur aðeins einu sinni átt fulltrúa í Alþjóðaólympíunefndinni, Benedikt G. Waage, fyrrum forseta ÍSÍ. Hann átti sæti í nefndinni frá árinu 1946 og þar til hann lést, árið 1966.