Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

HAUSTFJARNÁM ÍSÍ hefst á mánudag!

10.09.2024

 

MINNUM Á HAUSTFJARNÁM ÍSÍ SEM HEFST EFTIR SEX DAGA!

Skráning er hér

Haustfjarnám á öllum stigum þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 16. september næstkomandi. Síðasti möguleiki til skráningar er 16. september. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. 

Hér má finna allar upplýsingar um námið.

Nemendur velja rétt námskeið og ganga frá greiðslu námskeiðsgjaldsins í heimabanka.  Þeir sem ekki hafa skráð sig áður í Abler þurfa að búa til nýjan aðgang undir „Nýr notandi“.

Námskeiðsgjald:  
1. stig kr. 36.000.-
2. stig kr. 30.000.-
3.     stig kr. 40.000.-

Þjálfarar sem koma frá Fyrirmyndarfélögum ÍSÍ fá kr. 5000.- í afslátt.


Allar nánari upplýsingar um fjarnámið og þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson í síma 514-4000 & 863-1399 og/eða á vidar@isi.is.

Dæmi um svör frá nemendum í fjarnámi ÍSÍ þegar þeir voru spurðir út í helstu kosti námsins:
„Mjög vel sett upp, skiljanlegt, aðgengilegt og áhugavert”
„Vel skipulagt og alltaf hægt að fá svör frá kennara ef eitthvað er óljóst”
„Allt kom skýrt fram, farið ítarlega í efnið og verkefnin voru hæfilega erfið”
„Ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt nám, komið inn á marga þætti sem ég hafði t.d. ekki pælt mikið í😊”
„Mér fannst það ýta undir gagnrýna hugsun og kenndi mér ýmislegt hagnýtt sem hefur nýst mér í þjálfarastarfinu”