Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
12

Sumarfjarnámi í þjálfaramenntun nú lokið

29.08.2024

 

Sumarfjarnámi 1. stigs ÍSÍ í almennum hluta þjálfaramenntunarinnar er nú lokið.  Alls luku 36 nemendur námi og komu þeir frá 15 mismunandi íþróttagreinum.  Kynjaskipting var hnífjöfn, átján konur og átján karlar luku náminu að þessu sinni.  Mikil dreifing var á milli íþróttagreina en flestir nemendurnir komu frá frjálsum íþróttum og skotfimi en handknattleikur, listskautar, badminton, kraftlyftingar og ólympískar lyftingar komu þar fast á eftir.  Nemendurnir komu frá þrettán íþróttahéruðum, flestir frá ÍBR eða ellefu talsins en að öðru leyti var skiptingin nokkuð jöfn á milli hinna héraðanna tólf.  

Næsta fjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun hefst mánudaginn 16. september næstkomandi eins og fram kemur í frétt hér á síðunni og er skráning hafin.  

Allar frekari uppplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson séfræðingur á stjórnsýslusviði ÍSÍ á vidar@isi.is eða í síma 514-4000 og 863-1399.

 

Myndir með frétt