Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Nýjung hjá ANOC tv á Ólympíuleikunum í París

22.08.2024

 

Á Ólympíuleikunum í París fengum fjölmargir keppendur að taka þátt í tilraunaverkefni með ANOC er snéri að gerð efnis fyrir samfélagsmiðla, bæði myndir og myndbönd. Íslensku keppendunum bauðst auðvitað að taka þátt og voru það Anton Sveinn McKee og Guðlaug Edda Hannesdóttir sem voru með. Fundinn var tími sem hentaði hverjum keppanda en búið var að útbúa símaapp með bókunarkerfi og var í boði að bóka þrjár gerðir upptökuherbergja eftir því hvað átti að gera og hversu langan tíma þátttakendurnir höfðu. Skipuleggjendur voru sérlega sveigjanlegir og þægilegir í samvinnu og voru snöggir að vinna efnið fyrir þátttakendur.

Um var að ræða áhugaverð stund þar sem tekin voru upp viðtöl og teknar skemmtilegar myndir sem nota mátti fyrir ýmis tilefni en upphaflega markmiðið var að aðstoða minni þjóðir við að búa til efni fyrir samfélagsmiðla á leikunum. 

Eins og sjá má á myndunum sem fylgja með, að ekki var um hefðbunar myndir að ræða og áttu þátttakendur skemmtilega stund í upptökuverinu. Fleiri myndir og myndbönd verða sett á samfélagsmiðla ÍSÍ í tengslum við þessa heimsókn.

Ef þú ert ekki að fylgja ÍSÍ þá endilega kíktu á þetta:

Facebook síða ÍSÍ er: iciiceland

Instagram síða ÍSÍ er: iciiceland


Upplýsingar frá ANOC tv:
Ljósmyndir frá Annice Lyn / ANOC, @annicelyn
#ANOC #ANOCtv

@anocolympic

Myndir með frétt