Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Erna Sóley fánaberi Íslands á lokahátíð Ólympíuleikanna

11.08.2024

 

Í dag, sunnudaginn 11. ágúst, er komið að síðasta degi Ólympíuleikanna í París. Keppnin í ár hefur verið einstaklega skemmtileg og fjölbreytt og svo sannarlega hægt að segja eitthvað hafi verið í boði fyrir alla í þessari sannkölluðu íþróttaveislu.

Í kvöld verður Stade de France breytt í risastóran tónleikasal þegar lokahátíðin verður haldin og Ólympíuleikunum lokið á viðeigandi. Ásamt hefðbundnum athöfnum eins og fánum þjóðanna, skrúðgöngu íþróttamanna inn á leikvanginn og afhendingu Ólympíufánans til skipuleggjenda Los Angeles, sem munu hýsa Ólympíuleikana 2028, þá er von á mikilli sýningu í formi tónlistar, dansa og annarra atriða, sem verður mikil upplifun fyrir keppendur og áhorfendur. 

Fyrir hönd Íslands mun Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari, taka þátt í lokahátíðinni og vera fánaberi.