Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
27

Hlín og Björn Magnús staðið í ströngu

04.08.2024

 

Hlín Bjarnadóttir og Björn Magnús Tómasson, alþjóðlegir fimleikadómarar, hafa staðið í ströngu síðustu daga en þau voru valin af Alþjóða fimleikasambandinu til þess að dæma áhaldafimleika á Ólympíuleikunum í París. Hlín hefur staðið vaktina þegar kvennakeppnirnar eru í gangi og Björn Magnús í karlakeppnunum. Keppni í fimleikum hefur farið fram í Bercy Arena höllinni en hún tekur um hátt í 20.000 áhorfendur og má segja að færri hafi komist að en viljað á fimleikakeppnina og mikil stemming verið í höllinni. Á þetta sérstaklega við þegar bandaríska kvennaliðið keppti.

Það er mikil upplifun og reynsla fyrir Hlín og Björn Magnús að taka þátt í svona keppni en aðeins bestu fimleikadómarar heims eru beðnir um að taka þátt og er þátttaka í stóru alþjóðlegu fimleikamótunum, eins og heimsmeistarakeppni og Evrópumót, það sem notað er til viðmiðunar. Í ár er Björn Magnús að taka þátt í sínum fimmtu Ólympíuleikum en Hlín er hér í annað sinn. Þau segja að Ólympíuleikarnir séu engu líkir og það sé alltaf skemmtileg upplifun að fá að vera með, þó þeir séu auðvitað krefjandi og mikil vinna á bak við hverja keppni.

Fimleikakeppnin hófst strax í byrjun Ólympíuleikanna og endar mánudaginn 5. ágúst svo bæði munu þau standa vaktina í um tíu daga.

Myndir úr einkasafni.

Myndir með frétt