Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
27

Forseti ÍSÍ í París að fylgja íslenska hópnum

02.08.2024

 

Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Soffía Ófeigsdóttir kona hans eru stödd á Ólympíuleikunum til að fylgjast með og styðja íslensku keppendurna á leikunum.
Þau hafa séð keppnisviðburði íslensku keppendanna, heimsótt hópinn í Ólympíuþorpið og sótt viðburði sem skipulagðir hafa verið fyrir forseta Ólympíunefnda í tengslum við leikana.
 
„Það er alltaf jafn mikið ævintýri að sækja Ólympíuleika og leikarnir í París hafa verið stórkostleg íþróttaveisla. Það hefur verið einstaklega gaman að fylgjast með íslenska hópnum og keppendunum sem þegar hafa lokið keppni hér á leikunum. Ég er afar stoltur af þeim öllum, þau hafa staðið sig frábærlega og sýnt mikla baráttugleði. Umgjörðin hér í París er stórglæsileg og mannvirkin frábær. Það er reyndar alltaf mikil áskorun að komast á milli staða en almenningssamgöngur í París eru góðar og þetta hefur gengið ótrúlega vel. Íslenski hópurinn er tvískiptur því að skotíþróttirnar eru í Chateauroux sem er í þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá París þannig að fararstjórarnir hafa haft í ýmsu að snúast að láta allt ganga upp á báðum stöðum. Nú bíður maður bara spenntur eftir keppninni hjá Hákoni Þór í skotinu og Ernu Sóleyju í frjálsíþróttunum.“