Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
20

Guðlaug Edda lauk keppni í 51. sæti af 55 keppendum

31.07.2024

 

Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautarkona, keppti í þríþraut á Ólympíuleikunum í París í morgun, miðvikudag, en keppnin hófst eldsnemma eða kl.08.00 á staðartíma í Frakklandi. Ákveðið var um nóttina að halda keppnina en umræða hafði verið um að áin Signa væri ekki nægilega hrein til keppninnar, vegna mikilla rigninga daganna á undan og þurfti því að meta ástandið nokkrum tímum áður. Það gerði undirbúning mun erfiðari fyrir keppendur.

Guðlaug Edda kom 51. í mark en 55 keppendur hófu keppni. Brautin var blaut og erfið og má segja að aðstæður hafi verið óvenjulegar. Guðlaug lauk keppni á 2:10.46 klst.

Guðlaug Edda er fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum og er þetta hennar fyrstu Ólympíuleikar. Í þríþraut er byrjað á að synda 1,5 km leið, þá hjólaðir 40 km og loks keppninni lokið með 10 km hlaupi. 

ÍSÍ óskar Guðlaugu Eddu innilega til lukku með frábæran árangur.