Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Snæfríður Sól fimmtánda best í 200m skriðsundi

28.07.2024

 

Annar dagur Ólympíuleikanna í París var sunnudaginn 28. júlí og þá keppti Snæfríður Sól, sundkona, í 200m skriðsundi. Hún var annar keppandinn í röðinni, sem keppti fyrir Íslands hönd á leikunum.

Keppnin byrjaði hjá Snæfríði Sól rúmlega 10.00 að íslenskum tíma og fór hún áfram í undanúrslit eftir að hafa synt á tímanum 1:58:32.  Undanúrslitin voru strax um kvöldið og voru átta sæti í boði í úrslitin fyrir þær sem syntu hraðast.

Því miður náði Snæfríður ekki inn í úrslitin að þessu sinni en hún stóð sig afar vel og kláraði á tímanum 1:58:78. Tíminn skilaði henni í fimmtánda sæta og má því segja að hún sé fimmtánda best á Ólympíuleikunum. 

Snæfríður Sól hefur ekki lokið keppni því hún keppir einnig í 100m skriðsundi, sem verður á þriðjudag 30. júlí.