Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Anton Sveinn vann sinn riðil í 100m bringusundi í dag

27.07.2024

 

Ólympíuleikarnir í París hófust í dag og var það Anton Sveinn McKee, sundmaður, sem fyrstur tók þátt fyrir Íslands hönd. Hann keppti í 100m bringusundi í morgun og vann sinn riðil á tímanum 1:00:62 en besti tíminn hans í 100m bringusundi er 1:00:21. Hann var 25. í dag af 36 keppendum. Hann fór því ekki í undanúrslit þar sem aðeins 16 hröðustu sundmennirnir fara áfram.

Anton Sveinn mun synda í 200m bringusundi á þriðjudag, 30. júlí og kl.09.00 að íslenskum tíma. Þetta eru fjórðu Ólympíuleikarnir sem Anton Sveinn tekur þátt í!