Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Móttaka franska sendiráðsins fyrir þátttakendur í Ólympíuliði Íslands

08.07.2024

 

Í tilefni þess að nú styttist í Ólympíuleikana í París og að í dag var kynntur endanlegur hópur þeirra sem fara fyrir Íslands hönd á leikana í París, bauð franska sendiráðið til móttöku fyrir keppendur, fylgdarlið og fararstjórn. Það var Guillaume Bazard, sendiherra Frakklands á Íslandi, sem stóð fyrir boðinu og var tilefnið að óska þáttakendum góðs gengis og skemmtunar á leikunum sem framundan eru og hitta þátttakendur í Ólympíuliði Íslands en svo skemmtilega vill til að í ár eru 100 ár frá því að Ólympíuleikarnir voru síðast haldnir í París. Sendiherrann fór yfir þær metnaðarfullu áætlanir sem framkvæmdaraðilar leikanna og yfirvöld í París hafa að leiðarljósi varðandi arfleifð leikanna í París og víðar í Frakklandi, m.a. með þeim mannvirkjum sem reist hafa verið og nýjum íbúðum Ólympíuþorpsins, sem seldar verða almenningi að leikunum loknum. 

Móttakan fór fram í franska sendiráðinu við Skálholtsstíg og þangað mættu keppendur og fylgdarlið sem var statt á landinu að þessu sinni. Einnig voru þar Larus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, Þórey Edda Elísdóttir, 1. varaforseti, Olga Bjarnadóttir, 2. varaforseti og Hörður Þorsteinsson, gjaldkeri. Einnig Andri Stefansson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og aðalfararstjóri á leikunum, 
þjálfarar, meðlimir í heilbrigðisteymi, dómarar, starfsfólk ISÍ sem starfa mun á leikunum og starfsmenn sendiráðsins.

ÍSÍ þakkar fyrir höfðinglegar móttökur og skemmtilega og fræðandi stund í sendiráðinu.

Myndir með frétt