Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Erna Sóley fer á Ólympíuleikana í París

05.07.2024

 

Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari, hefur fengið boð um þátttöku á Ólympíuleikunum í París í sumar en Alþjóðaólympíunefndin staðfesti svo í dag. Erna Sóley hefur verið iðin við keppnir síðustu vikur og mánuði og staðið sig afar vel. Hún sigraði m.a. Meistaramót Íslands um liðna helgi og setti þar að auk Íslandsmet í leiðinni. Erna Sóley hefur ekki áður keppt á Ólympíuleikunum en hún verður fimmti keppandinn sem kemst inn á leikana fyrir Íslands hönd, en þeir hefjast eftir þrjár vikur í París í Frakklandi, 26. júlí.

Anton Sveinn McKee, sundmaður, Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautarkona, Hákon Þór Svavarsson, skotíþróttamaður og Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sundkona, hafa öll tryggt sér þátttökurétt á leikunum.

ÍSÍ óskar Ernu Sóleyju innilega til hamingju með þátttökusætið og góðs gengis á sinni Ólympíuvegferð.

Myndir með frétt