Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

8

Vel sótt þing STÍ

14.06.2024

 

Ársþing Skotíþróttasambands Íslands (STÍ) fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal föstudaginn 7. júní. Þingið var afar vel sótt en fulltrúar ellefu héraðs- og íþróttabandalaga af fjórtán aðildarsamböndum mættu og þar af fulltrúar fjórtán skotfélaga af átján sem eiga aðild að STÍ. Halldór Axelsson, formaður, var þingforseti og Magnús Ragnarsson, þingritari. 

Þingið gekk mjög vel. Guðmundur Kr. Gíslason gjaldkeri STÍ kynnti ársreikning sambandsins og kom þar fram að fjárhagsstaðan er góð. Hagnaður varð af rekstri uppá kr. 3,2 milljónir og er eiginfjárstaða þess jákvæð um tæpar 33 milljónir.

Þá heiðraði stjórnin Jón Þór Sigurðsson, riffilskyttu, fyrir frábæran árangur á Evrópumeistaramótinu í lok maí þar sem hann hlaut silfurverðlaun í einstaklingskeppni, í keppni með riffli á 50 metrum, s.k.prone.

Kosið var um tvö sæti í aðalstjórn STÍ og fengu Jórunn Harðardóttir og Guðmundur Kr. Gíslason flest atkvæði og munu þau því sitja í aðalstjórn sambandsins næstu tvö árin. Aðrir í stjórn eru Halldór Axelsson er formaður, Magnús Ragnarsson og Ómar Örn Jónsson. Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir var kjörin í varastjórn en auk hennar situr Sigurður I. Jónsson í varastjórn. 

Hafsteinn Pálsson, meðlimur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, mætti fyrir hönd ÍSÍ og færði þinginu kveðjur stjórnar og starfsfólks ÍSÍ. 

Myndir/STÍ

 

Myndir með frétt