Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Er félagið þitt Fyrirmyndarfélag ÍSÍ?

14.06.2024

 

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og Fyrirmyndarhérað ÍSÍ eru gæðaverkefni er lúta að starfsemi íþróttafélaga og -héraða.  Viðurkenningar eru veittar til þeirra félaga og héraða sem uppfylla skilyrði sem ÍSÍ setur.  
Félag eða hérað, með þessa viðurkenningu, hefur samþykkt stefnur og áætlanir í flestum þeim málaflokkum sem með einum eða öðrum hætti snerta íþróttastarfið. 

ÍSÍ vekur athygli á kynningarmyndbandi sambandsins um verkefnið Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og ýmis jákvæð áhrif þess á starfsemi íþróttafélaga.
Hér má sjá myndbandið

ÍSÍ hvetur íþróttafélög og íþróttahéruð til að sækja um þessa viðurkenningu og gera þar með gott íþróttastarf enn faglegra og betra.

Fyrirmyndarverkefni ÍSÍ heyra undir Stjórnsýslusvið ÍSÍ.
Allar frekari upplýsingar um verkefnið gefur Viðar Sigurjónsson, sérfræðingur á sviðinu. Netfang hans er vidar@isi.is og sími 460 1467 og 863 1399.

Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hér á heimasíðu ÍSÍ.

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Fyrirmyndarhérað ÍSÍ