Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
20

Foreldranámskeið og ný vefsíða 5C

06.06.2024

 

Komin er í loftið vefsíða um sálfræðilega færniþjálfun eftir hugmyndafræði 5C, en hugmyndafræðin er hugarfóstur ensks prófessors, Chris Harwood, sem er einn sá fremsti í heimi á sviði íþróttasálfræði. Vefsíðan er ætluð þjálfurum, kennurum, íþróttafólki og foreldrum sem vilja fræðast um hvers vegna er mikilvægt að þjálfa og kenna þætti er snúa að hugarfari. 
Vefsíðan er afrakstur Erasmus samstarfs ÍSÍ, UMFÍ, HR, Loughborough háskóla og Notthingham Trent háskóla ásamt KSÍ og FSÍ.  

Vefsíðan 5'C.

Vefsíðan var formlega opnuð á fyrsta foreldranámskeiði 5C sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík af Daða Rafnssyni í gærkvöldi. Foreldrum barna úr Ármanni og Fylki var boðin þátttaka á námskeiðinu en það voru ungmenni úr þessum félögum sem tóku þátt í rannsókn um innleiðingu verkefnisins á Íslandi. Um 50 foreldrar mættu á námskeiðið og tóku þau virkan þátt með því að leysa verkefni og taka þátt í umræðum.

Í haust stendur til að bjóða upp á fleiri foreldranámskeið og námskeið fyrir þjálfara og kennara. Þau verða auglýst síðar.

Myndir með frétt