Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Líflegar umræður á ársþingi DSÍ

04.06.2024

 

Dansþing Dansíþróttasambands Íslands fór fram í fundasal ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, fimmtudaginn 23. maí. Vel var mætt á þingið en 53 þingfulltrúar frá 5 félögum hafa rétt til setu og voru 47 þeirra mætt á þingið. Farið var yfir hefðbundin þingstörf og var Valdimar Leó Friðriksson kosinn þingforseti.

Helga Björg Gísladóttir var kjörin formaður DSÍ en er hún að hefja sitt annað ár sem formaður. Kosið var um tvo stjórnarmenn í aðalstjórn að þessu sinni. Kara Arngrímsdóttir og Sigurður Hrannar Hjaltason voru kjörin til tveggja ára en Kara var fyrir í stjórn en Sigurður kemur nýr inn. Ólafur Már Hreinsson og Atli Már Sigurðsson eru á seinna ári sínu í stjórn.Varamennirnir voru endurkjörnir þau Árni Sigurgeirsson og Þórunn Anna Ólafsdóttir kjörin til 1 árs.

Fráfarandi stjórnarmönnum var þakkað vel unnin störf og færði Helga formaður Davíði Stefánssyni, frá landsliðsnefnd, Auði Haraldsdóttur, úr mótanefnd, og Svövu H. Friðgeirsdóttur, úr stjórn, þakklætisvott fyrir sín störf. Hún hvatti jafnframt sjálfboðaliða til að aðstoða sem mest á komandi dansári.

Kristín Skjaldardóttir samskiptaráðgjafi ávarpaði þingið með fyrirlestri um starf ráðgjafans til kynningar fyrir alla.

Hafsteinn Pálsson, formaður Heiðursráðs ÍSÍ og meðlimur í framkvæmdastjórn ÍSÍ ávarpaði þingið og færði kveðjur frá stjórn og starfsfólki.

Undir önnur mál voru skemmtilegar umræður og var stjórn DSÍ færður undirskriftalisti um víkkun á klæðareglum sem og rædd voru dómaramál, afrekssjóðsstyrki og fleira.

 

Myndir með frétt