Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Istanbúl verður gestgjafi Evrópuleikanna árið 2027

17.05.2024

 

Evrópska Ólympíunefndin (EOC) undirritaði á fimmtudag, 16. maí, samkomulag við borgaryfirvöld í Ístanbúl og Tyrknesku Ólympíunefndina (TOC) þess efnis að Ístanbúl í Tyrklandi, myndi hýsa fjórðu Evrópuleikana, sem fram fara sumarið 2027.  Samkomulagið var undirritað í Sala della Protomoteca í Róm á Ítalíu og var um sögulegt skref er að ræða. Evrópuleikarnir eru haldnir á fjögurra ára fresti.

Í mars sl. samþykkti framkvæmdanefnd EOC Istanbúl, stærstu borg Tyrklands, sem gestgjafa fyrir fjórðu Evrópuleikana. Samkomulagið var undirritað af forseta Evrópsku Ólympíunefndarinnar (EOC) Spyros Capralos, borgarstjóra Istanbúl, Ekrem İmamoğlu, og varaforseti Tyrknesku Ólympíunefndarinnar (TOC), Kazım Âli Kiremitçioğlu.

Evrópuleikarnir í Istanbúl munu halda áfram því góða starfi sem unnið var á Evrópuleikunum 2023 í Kraków Małopolska í Póllandi. Á Evrópuleikunum munu bestu íþróttamenn Evrópu keppa og eiga þar um leið möguleika á vinna sér inn þátttökurétt á Sumarólympíuleikunum sem fram fara í Los Angeles árið 2028 í fjölda íþróttagreina. Mikil spenna og eftirvænting ríkti fyrir Evrópuleikunum hjá þeim sem undirrituðu samkomulagið.