Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

91. ársþing USÚ vel sótt

02.05.2024

 

Ársþing Ungmennasambandsins Úlfljóts fór fram í Nýheimum, mánudaginn 29. apríl sl. og var það vel sótt af fulltrúum allra aðildarfélaga USÚ.  Þingforseti var Ragnheiður Högnadóttir og Jón Guðni Sigurðsson þingritari.

Skýrsla stjórnar var kynnt auk ársreiknings 2023 og voru störf nokkuð hefðbundin á þinginu. Starfsemi USÚ þótti með nokkuð venjubundnum hætti á árinu 2023 en lesa má nánar um starfið í skýrslu stjórnar

Engar breytingar urðu á stjórn USÚ og verður Jóhanna Íris Ingólfsdóttir áfram formaður. Jón Guðni Sigurðsson verður ritari og Sigurður Óskar Jónsson gjaldkeri. Hannes Halldórsson og Björgvin Hlíðar Erlendsson halda einnig áfram sem varamenn.

Fjórar tillögur frá stjórn USÚ lágu fyrir þinginu.
Tillaga 1 var hefðbundin tillaga um hvatningu til félaga að mæta á viðburði hjá UMFÍ og ÍSÍ.
Tillaga 2 var lítil breyting á reglugerð um skiptingu lottótekna innan USÚ, þess efnis að hlutur aðalstjórnar USÚ, sem hefur verið 15% af heildarpottinum, lækki í 5% og hlutur Styrktar- og afrekssjóðs USÚ hækki úr 5% í 15% í staðinn. Þetta er gert til þess að milda áhrif minnkandi lottófjár í kjölfar breytinga á úthlutunarreglum lottós á landsvísu á möguleika USÚ til að styrkja afreksfólk á sambandssvæðinu.
Tillaga 3 fólst í því að skattur aðildarfélaga, skv. 6. gr. laga USÚ, verði 0 kr. árið 2024.
Tillaga 4 var svo fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 og voru allar tillögurnar samþykktar samhljóða.

Íþróttamaður USÚ fyrir árið 2023 var útnefndur á þinginu og var það Cristina A. Oliveira Ferreira, sem hlaut nafnbótina. Að 
auki hlutu fjórir ungir iðkendur hvatningarverðlaun USÚ. Nánari frétt má lesa hér

Myndir/USÚ


Myndir með frétt