Kynningarfundur: Áfram Ísland - samvinna til árangurs
Mennta- og barnamálaráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) skrifuðu í byrjun síðasta árs undir samstarfssamning um stefnumörkun og uppbyggingu afreksíþróttastarfs á Íslandi. Vésteinn Hafsteinsson, afreksíþróttamaður og -þjálfari, var ráðinn til mennta- og barnamálaráðuneytisins til að leiða umbótastarfið sem formaður starfshópsins og móta breytingar með stjórnvöldum, auk þess og fylgja þeim eftir í framkvæmd. Hann var samhliða ráðinn sem afreksstjóri ÍSÍ.
Starfshópurinn um mun kynna tillögur sínar á opnum kynningarfundi í dag, 30. apríl kl. 16:00 í Laugardalshöll og í streymi. Að lokinni kynningu á niðurstöðunum verða pallborðsumræðar meðal fundargesta og bakhjarlanna sem standa að framkvæmdinni annars vegar og íþróttafólks og þjálfara sem aðgerðirnar beinast að hins vegar. Boðið verður upp á kaffiveitingar að fundi loknum.
Dagskrá:
• Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra
• Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra
• Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra
• Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ kynnir niðurstöður skýrslunnar
• Pallborðsumræður
Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá sig. Hér skráir þú þig til leiks, hvort sem þú mætir eða horfir á í gegnum streymi.
ÍSÍ ásamt Mennta- og barnamálaráðuneytið hvetur öll áhugasöm um árangur og afreksstarf til að mæta.