Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Nýr formaður ÍA kjörinn og Hrönn sæmd Gullmerki ÍSÍ

19.04.2024

 

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) var haldið í 80. skipti fimmtudaginn 18. apríl að Garðavöllum á Akranesi. Mæting var með ágætum og var þingforseti kjörinn O. Pétur Ottesen.  

Nýr formaður var kosinn í stjórn en Hrönn Ríkharðsdóttir, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Gyða Björk Bergþórsdóttir var ein í kjör formanns og því sjálfkjörin en hún hafði áður verið ritari stjórnar. Emilía Halldórsdóttir var endurkjörin varaformaður og gáfu aðrir í stjórn kost á sér áfram. Breki Berg Guðmundsson kemur nýr inn í varastjórn ÍA. 

Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, meðlimur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, fór fyrir hönd ÍSÍ og ávarpaði þingið. Við þetta tilefni sæmdi hún einnig fráfarandi formann, Hrönn Ríkharðsdóttur, Gullmerki ÍSÍ en Hrönn hefur setið í stjórn ÍA frá árinu 2020 og sem formaður frá 2022. 

ÍSÍ óskar Hrönn innilega til hamingju með Gullmerkið og þakkar fyrir hennar framlag í þágu íþróttanna.

Á myndunum má sjá Hrönn Ríkharðsdóttur og Hildi Karen Aðalsteinsdóttur.  Einnig Gyðu Björk Bergþórsdóttur, nýkjörinn formann í pontu.  Og loks Emilíu Halldórsdóttur, varaformann, ásamt Hrönn Ríkharðsdóttur.  Myndir/ÍA.is

Myndir með frétt