Erla Þórey Ólafsdóttir nýr formaður USVS
Þann 5. apríl sl. var haldið sambandsþing Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu (USVS). Þingið, sem haldið var í Skaftárstofu í Vatnajökulsþjóðgarði, gekk mjög vel og var mæting góð.
Breytingar urðu á stjórn þegar Erla Þórey Ólafsdóttir tók við sem nýr formaður USVS af Fanneyju Ásgeirsdóttur, sem verið hafði formaður frá 2020. Erla Þórey hefur starfað sem framkvæmdastjóri USVS en mun hverfa frá þeim störfum. Ekki voru gerðar aðrar breytingar á stjórn.
Fyrr á þessu ári sameinuðust Umf. Ármann og Umf. Skafti, ungmennafélög í Skaftárhreppi í Ungmennafélagið Ás. Hið nýja ungmennafélag heldur áfram að nota kennitölu fyrrum Ungmennafélags Ármanns og var því tillaga á þinginu að leggja niður fyrrum Ungmennafélag Skafta, sem var samþykkt. Fleiri tillögur voru teknar fyrir á þinginu, t.d. lítilvæg breyting á lottóreglum félagsins og aukin hvatning til þátttöku í hinum ýmsu ungmennafélagsstörfum.
Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir var valin íþróttamaður ársins 2023 en hún var heiðruð fyrir afrek sín í hestaíþróttum. Andri Berg Jóhannsson var valinn efnilegasti íþróttamaður ársins 2023 en hann hefur verið náð góðum árangri í motorcross. Lið ársins 2023 var valið 5.flokkur drengja í knattspyrnu. Þá var sjálfboðaliði ársins valinn og kom það í hlut Fanneyjar Lárusdóttur, sem hafði verið formaður stjórnar USVS síðastliðin fjögur ár.
Þórey Edda Elísdóttir, 1. varaforseti í framkvæmdastjórn ÍSÍ, mætti á þingið fyrir hönd ÍSÍ. Hún ávarpaði þingið og bar fyrir kveðju fyrir hönd ÍSÍ.
Myndir/USVS. Á fyrstu myndinni má sjá 5.flokk drengja, sem lið ársins. Á annarri myndinni má sjá Sigríði Ingibjörgu Einarsdóttir og Andra Berg Jóhannsson. Á síðustu myndinni er Fanney Lárusdóttir, sjálfboðaliði ársins.