Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
12

Magnús Ragnarsson áfram formaður TSÍ

20.03.2024

 

Ársþing Tennissambands Íslands var haldið laugardaginn 16. mars 2024, í veislusal Fjölnis í Egilshöll í Grafarvogi. Þingforseti var Hafsteinn Pálsson, meðlimur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, en hann stjórnaði þinginu af röggsemi og var vel mætt á það af helstu fulltrúum aðildafélaga TSÍ.  

Kosið var um nýja stjórn TSÍ.  Magnús Ragnarsson, formaður, gaf aftur kost á sér og var sjálfkjörinn þar sem ekkert mótframboð barst. Tvö voru kosin í stjórn til tveggja ára að þessu sinni: Gunnar Finnbjörnsson og Kristín Dana Husted sem kemur ný inn í stjórn. Þrjú voru kjörin í varastjórn; Andri Jónsson, Diana Ivancheva og Reynir Eyvindsson. Á síðasta ársþingi TSÍ voru tvö kjörin í stjórn til tveggja ára; Raj Bonifacius og Soumia (Mia) Georgsdóttir.

Nánari upplýsingar um þingið, myndir og fundargerð ársþingsins má finna inn á heimasíðu TSÍ.

Myndir/TSÍ

Myndir með frétt