Heiðrun á Héraðsþingi HHF
Laugardaginn 9. mars fór fram 45. Héraðsþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka (HHF) á Vegamótum á Bíldudal. Um 25 voru mætt á þingið sem fór vel fram og sköpuðust góðar umræður. Fundarstjóri var Anna Vilborg Rúnarsdóttir og fundarritari var Elfar Steinn Karlsson. Birna Hannesdóttir, formaður HHF, vakti athygli á því í skýrslu stjórnar, að mikilvægt væri að skoða aðstöðumál til íþróttaiðkunar á svæðinu og gera úttekt til þess að hægt væri að móta stefnu til framtíðar með sveitarfélögunum með úrbótum.
Engar breytingar urðu á stjórn HHF þar sem allir stjórnarmeðlimir buðu sig aftur fram og var það samþykkt. Fundargerð og önnur skjöl fundar má finna hér.
Margrét Brynjólfsdóttir var sæmd Gullmerki ÍSÍ en hún hefur starfað í stjórn Íþróttafélagsins Harðar í 16 ár og haldið starfinu gangandi með miklum sóma. Björg Sæmundsdóttir var sæmd Silfurmerki ÍSÍ en hún hefur setið í stjórn HHF og starfað til margra ára fyrir Íþróttafélagið Hörð og fyrir Golfklúbb Patreksfjarðar. Hún er starfandi formaður GP í dag og hefur setið í stjórn síðan 2007. Það var Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sem ávarpaði þingið fyrir hönd ÍSÍ og afhenti heiðursmerkin fyrir hönd framkvæmdastjórnar ÍSÍ.
ÍSÍ óskar Margréti og Björgu innilega til hamingju með viðurkenningarnar sínar og þakkar þeim þeirra framlag í þágu íþróttanna í landinu.
Nánari frétt og fleiri myndir má finna á heimasíðu HHF.
Myndir frá þinginu fylgja með og má sjá mynd af Björgu Sæmundsdóttur og Andra Stefánssyni, við afhendingu Silfurmerkisins/HHF