Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13.05.2025 - 13.05.2025

Ársþing ÍBV 2025

Ársþing Íþróttabandalags Vestmannaeyja (ÍBV)...
12

Helga Þórðardóttir nýr lögfræðingur ÍSÍ

07.03.2024

 

Helga Þórðardóttir, lögfræðingur, hefur verið ráðin til starfa á skrifstofu ÍSÍ, en um nýja stöðu er að ræða hjá sambandinu. Helga starfaði áður á lögfræðideild Landspítalans og á sviði eftirlits og gæða hjá Embætti landlæknis. Hún er ekki ókunn íþróttastarfinu og hefur m.a. setið í laganefnd Handknattleikssambands Íslands (HSÍ) um nokkurt skeið.  

Helstu störf Helgu lúta að regluverki íþróttahreyfingarinnar og lagalegum málefnum og fela m.a. í sér eftirlit, þjónustu við dómstóla, nefndir og vinnuhópa og ráðagjöf til framkvæmdarstjórnar.  

ÍSÍ býður Helgu hjartanlega velkomna til starfa hjá ÍSÍ.