Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
28

Nýtt merki samþykkt á ársþingi SÍL

28.02.2024

 

Þann 24. febrúar sl. var 51. ársþing Siglingasambands Íslands (SÍL) haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.  Guðmunda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ÍA, var fundarstjóri og Úlfur Hróbjartsson, framkvæmdastjóri SÍL, var fundarritari.  Fyrir hönd ÍSÍ mættu Hörður Þorsteinsson, gjaldkeri, og Kári Mímisson, meðstjórnandi en Hörður ávarpaði þingið.  

Siglingaþing starfaði með nýju sniði að þessu sinni og gekk vel fyrir sig.  Í stað þess að nefndir væru skipaðar á þinginu til ýmissa starfa, voru þær kosnar á síðasta ári og höfðu því möguleikann á að hittast fyrir þingið og fara vandlega yfir ýmsar tímafrekar tillögur sem fara átti yfir.  Að þessu sinni lágu ekki margar tillögur fyrir og gekk afgreiðslan hratt og vel fyrir sig.  Lögð var fram skýrsla stjórnar og reikningar.  Einnig voru samþykktar lagabreytingar, þ.á.m um nýtt merki SÍL, sem hannað var af Birni Jónssyni, grafískum hönnuði og siglingamanni.  Nýja merkið byggir á litum og formum úr gamla merkinu en með lagabreytingunni munu opnast möguleikar með nýju og nútímalegra merki.  Hér má sjá merkið í mismunandi útfærslum.

Gunnar Haraldsson var endurkjörinn formaður og gáfu aðrir stjórnarmenn kost á sér til áframhaldandi setu og mun stjórnin skipa með sér verkum á næsta fundi.  Eina breytingin var að ný í varastjórn kom Susanne Möckel, ræðari úr Kayakklúbbnum. 

Þá var rætt um að halda áfram uppbygginu á fræðslustarfi og menntun þjálfara og keppnisstjórna á árinu. 

Mynd/SÍL