Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
28

Tína og Míló, lukkudýr Vetrarólympíuleikanna 2026

21.02.2024

 

Í byrjun febrúar voru kynnt til leiks Tína og Míló, en þau eru lukkudýr Vetrarólympíuleikanna og Paralympics sem haldin verða í febrúar árið 2026 í Mílanó og Cortina á Ítalu.

Tína og Míló eru frettusystkini, af marðarætt, og verða þau lukkudýr Vetrarólympíuleikanna og Paralympics 2026. Nöfn þeirra eru dregin af nöfnum borganna tveggja sem hýsa leikana: Tina fyrir Cortina og Milo fyrir Mílanó, og þó þau séu lík í útliti, hafa þau hvort sinn einstaka persónuleika.

Tína, lukkudýr Ólympíuleikanna, er skapandi og raunsæ týpa. Hún býr í borginni og elskar sýningar og tónleika. Hún er hrifin af krafti fegurðarinnar og getu hennar til að umbreyta. Hennar einkunnarorð eru "að dreyma stórt".

Míló, lukkudýr Paraolympics, er draumóramaður. Hann elskar prakkarastrik, að leika í snjónum og finna uppá hljóðfærum í frítíma sínum. Ekkert getur stöðvað seiglu hans. Þó hann hafi fæðst með þrjá fætur og hafi lært að ganga með skottinu, eru hans kjörorð: "Hindranir eru eins og trampólín".

Bæði lukkudýrin undirstrika sitt bjartsýna og jákvæða viðhorf með útliti sínu, tilfinningum og hegðun.

Undirbúningur fyrir leikana er hafinn, bæði hjá Ólympíunefnd Ítalíu sem og afrekssviði ÍSÍ enda er í mörgu að hyggja fyrir verkefni af þessari stærðargráðu.  Nánari kynning og upplýsingar koma þegar nær dregur leikum.

Hér eru nánari upplýsingar um Vetrarólympíuleikana 2026.

Myndir með frétt