Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Íþrottafólk Reykjanesbæjar 2023

26.01.2024

 

Vali á íþróttamanni og íþróttakonu Reykjanesbæjar var fagnað í Stapa í Hljómahöll síðastliðinn sunnudag 21. janúar sl. Athöfnin fór fram með breyttu sniði og var hin glæsilegasta. Fjölmenni mættu til að samfagna árangri íþróttafólks Reykjanesbæjar. Auk þess að verðlauna það íþróttafólk Reykjanesbæjar sem skaraði fram úr á árinu var íþróttafólki Ungmennafélags Njarðvíkur og Keflavíkur – íþrótta- og ungmennafélags veitt verðlaun og sjálfboðaliðar voru heiðraðir.

Logi Sigurðsson kylfingur úr Golfklúbbi Suðurnesja og Jóhanna Margrét Snorradóttir knapi úr Hestamannafélaginu Mána voru valin Íþróttamaður og Íþróttakona Reykjanesbæjar 2023.

ÍSÍ óskar þeim Loga og Jóhönnu Margréti ásamt öllum öðrum verðlaunahöfum innilega til hamingju með titlana og viðurkenningarnar.

Ítarleg umfjöllun um hátíðina og þær viðurkenningar sem þar voru veittar er að finna í frétt Víkurfrétta.  Þar er einnig hægt að skoða fjölda mynda frá hátíðinni.

Mynd/vf.is