Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Ráðstefna RIG - Er pláss fyrir öll í íþróttum?

24.01.2024

 

Reykjavíkurleikarnir eða Reykjavík International Games (RIG) verða haldnir 25.- 29. janúar og 1. -4. febrúar nk.  Ráðstefna í tengslum við leikana verður haldin í Háskólanum í Reykjavík, fimmtudaginn 25. janúar 2024 og verður þemað inngilding í íþróttum.  Yfirskrift ráðstefnunnar er: Er pláss fyrir öll í íþróttum?

Á ráðstefnunni verða sex pallborð þar sem fatlað íþróttafólk, hinsegin og kynsegin íþróttafólk, íþróttafólk af erlendum uppruna 
og aðrir sérfræðingar segja sínar reynslusögur, hvað hefur verið gert vel og hvernig íþróttahreyfingin getur gert betur svo að allir einstaklingar upplifi sig velkomna.
 
Frekari upplýsingar og skráning eru á vefsíðu ráðstefnunnar og á Facebook viðburði ráðstefnunnar. Þeir aðilar sem ekki eiga heiman gengt á ráðstefnuna geta keypt sig inn í streymi.

Ráðstefnan er haldin í samvinnu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), Ungmennafélags Íslands (UMFÍ), Háskólans í Reykjavík, Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) og Reykjavíkurleikanna.  

DAGSKRÁ:
09:00 - Setning ráðstefnu
09:10 - 10:50 - Fatlað íþróttafólk (fer fram á íslensku)
11:10 - 12:50 - Hinsegin íþróttafólk (fer fram á íslensku)
13:30 - 15:10 - Íþróttafólk af erlendum uppruna (fer fram á ensku)
15:20 - Ráðstefnu lýkur

Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar, þátttakendur í pallborði og fleira er að finna hér.

ÍSÍ hvetur öll, sem tengjast íþróttum eða er málið varðar, til að mæta á ráðstefnuna.