Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Íþróttafólk ársins 2023

29.12.2023

 

Fimmtudaginn 4. janúar nk. fer fram sameiginlegt hóf ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna (SÍ) þar sem ÍSÍ afhendir viðurkenningar til íþróttafólks sérsambanda ÍSÍ og kjör SÍ á Íþróttamanni ársins, Liði ársins og Þjálfara ársins verður tilkynnt. Hófið fer fram á Hótel Hilton. 

Fyrirtækin þrjú sem standa að Ólympíufjölskyldu ÍSÍ, þ.e. Icelandair, Íslensk getspá og Toyota, gefa verðlaunagripi til allra íþróttakvenna og íþróttamanna sérsambanda ÍSÍ. Listi yfir útnefningar sérsambanda á íþróttafólki ársins verður birtur á heimasíðu ÍSÍ að hófi loknu.

Sýnt verður beint á RÚV þegar kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á ofangreindum heiðurstitlum verður lýst og hefst útsendingin kl. 19:35. Samtök íþróttafréttamanna hafa birt lista yfir topp 10 í kjörinu um Íþróttamann ársins 2023. Í fyrsta sinn eru konur í meirihluta tilnefndra en sex konur eru í efstu tíu sætunum í ár.

Á listanum er að finna eftirtalið íþróttafólk:

Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir
Anton Sveinn McKee, sund
Elvar Már Friðriksson, körfuknattleikur
Gísli Þorgeir Kristjánsson, handknattleikur
Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna
Jóhann Berg Guðmundsson, knattspyrna
Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund
Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar
Sveindís Jane Jónsdóttir, knattspyrna
Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar

Efstu þrír í kjöri SÍ um Þjálfara ársins 2023 eru eftirtaldir þjálfarar:

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í knattspyrnu
Pavel Ermolinskíj, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfuknattleik
Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handknattleik

Efstu þrjú liðin í kjöri SÍ um Lið ársins 2022:

Karlalið Tindastóls í körfuknattleik
Karlalið Víkings í knattspyrnu
Kvennalið Víkings í knattspyrnu