Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
22

Íþróttafók ÍBR árið 2023

28.12.2023

 

Þann 13. desember sl. fór fram kjör um íþróttafólk Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) en úrslitin voru tilkynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur.  Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR, var valin Íþróttakona Reykjavíkur en hún hafði unnið öll hlaup á árinu, sem hún hafði tekið þátt í.  Meðal hlaupa voru Laugavegshlaupið og Reykjavíkurmaraþonið.  

Haraldur Franklín Magnús, kylfingur í Golfklúbbi Reykjavíkur, var íþróttamaður Reykjavíkur en hann lék 13 mót á Áskorendamótaröð Evrópu.  Hann komst m.a. inn á lokaúrtökumót fyrir The Open, komst í lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröðina og vann sér inn þátttökurétt á Áskorendamótaröðina á næsta ári.  

Ísold Klara Felixdóttir, karatekvár úr Fylki, var valin íþróttakvár Reykjavíkur.  Hún er landsliðskvár í karate, fékk svarta beltið í ár og náði í bæði silfur og brons á Smáþjóðamóti Evrópu.  

Þá var Íþróttalið ársins í Reykjavík valið karlalið Víkings í knattspyrnu en Víkingar eru bæði Íslands- og bikarmeistarar árið 2023, auk þess sem liðið setti bæði stiga- og markamet í efstu deild karla í knattspyrnu.  

Á myndinni má sjá Ingvar Sverrisson, formann ÍBR, Andreu Kolbeinsdóttur, Ísold Klöru Felixdóttur, Harald Franklín og Dag B. Eggertsson, borgarstjóra við þetta tilefni. Mynd/ÍBR.

ÍSÍ óskar öllum til hamingju með árangurinn og viðurkenningarnar.