Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Íslenska liðið tryggði sér Forsetabikarinn

14.12.2023

 

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik lauk keppni á Heimsmeistaramótinu í Danmörku í gær með sigri á Kongó, 30-28, og nældi sér í leiðinni í Forsetabikar IHF.  
Um er að ræða fyrsta stórmót liðsins í 11 ár en síðast kepptu þær á Evrópumeistaramóti árið 2012 í Serbíu.  Að þessu sinni var leikið í Noregi, Danmörku og Svíþjóð.  Liðið hóf leik í riðlakeppninni þann 30. nóvember í Stavanger og lenti í riðli með Slóveníu, Frakklandi og Angóla.  Fyrstu tveir leikirnir töpuðust en stelpurnar gerðu jafntefli við Angóla í síðasta leik eftir hörkuviðureign.  Niðurstaðan var því sú að liðið spilaði um Forsetabikarinn í stað þess að halda áfram keppni í milliriðlum.  Stelpunum beið því leikir við Grænland, Paraguy og Kína sem þær unnu og tryggðu sigrarnir þeim sæti í úrslitaleiknum, sem var við Kongó eins og minnst er á hér að ofan.  

ÍSÍ óskar leikmönnum og teymi kvennalandsliðsins innilega til hamingju með sigurinn í Forsetabikarnum!

Mynd/HSÍ