Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Fundur hjá Jafnréttisnefnd EOC, í Finnlandi

07.12.2023

 

Þann 1. desember síðastliðinn hittist Jafnréttisnefnd EOC í Helsinki í Finnlandi, en það var finnska ólympíunefndin sem stóð fyrir þeim fundi í tilefni af 10 ára afmæli nefndarinnar. Fulltrúi ÍSÍ í þessari nefnd er Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, meðlimur í framkvæmdastjórn ÍSÍ en hún er jafnframt verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur.

Jafnréttisnefndin kallast á ensku GEDI, sem stendur fyrir Gender Equality, Diversity and Inclusion og er nefndin starfrækt á vegum EOC eða Evrópsku Ólympíunefndarinnar.  Nefndin leggur áherslu á jafnrétti, fjölbreytileika og inngildingu í íþróttum í Evrópu. EOC leggur ríka áherslu á að nefndin hittist árlega til að fara yfir þessi mikilvægu málefni til að stuðla að jafnrétti og jafnri þátttöku innan íþróttanna í Evrópu.  Á fundinum gerði stjórn nefndin grein fyrir markmiðum sínum og leiðum en ætlunin er að nota kynjajafnréttisramma Alþjóðaólympíunefndarinnar og fara eftir þeim stefnumótandi áherslum, sem settar eru fram af EOC fyrir árið 2030.

Nánari frétt um fundinn má finna hér.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Kolbrúnu Hrund fjórðu frá vinstri, ásamt öðrum meðlimum í GEDI nefndinni. Mynd/Kolbrún Hrund.