Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Formannafundur ÍSÍ 2023 haldinn í dag

24.11.2023

 

Árlegur Formannafundur ÍSÍ verður haldinn í dag, föstudaginn 24. nóvember, í nýju íþróttahúsi Fram í Úlfarsárdal. Fundurinn er upplýsingafundur framkvæmdastjórnar ÍSÍ og formanna og framkvæmdastjóra sérsambanda, héraðssambanda og íþróttabandalaga. 

Á fundinum mun ÍSÍ gefa þátttakendum skýrslu um helstu þætti í starfsemi ÍSÍ og fara yfir þau verkefni sem unnið hefur verið í á milli þinga.   Fundurinn mun standa yfir á milli kl.15.30 og 19.00.  

Áður en fundurinn hefst verður boðið upp á þrjú erindi á milli kl.13.30 og 15.00.  Umfjöllunarefnin verða eftirfarandi:
Sjálfbær íþróttamannvirki – Hvað þýðir það? - Þórey Edda Elísdóttir, umhverfisverkfræðingur og 1. varaforseti ÍSÍ
Sálfærniþjálfun í íþróttum með aðferðarfræði 5C - Þórarinn Alvar Þórarinsson, sérfræðingur á Fræðslu- og Almenningsíþróttasviði ÍSÍ - Daði Rafnsson, fagstjóri afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi og doktorsnemi í sálfræði við HR 
Íþróttir og farsæld barna