Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Lýðheilsusjóð 2024

26.10.2023

 

Vakin er athygli á því að opnað hefur verið fyrir umsóknir í Lýðheilsusjóð vegna verkefna fyrir árið 2024. Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 15. nóvember 2023.

Áherslur við styrkveitingu fyrir árið 2024 verða eftirfarandi:
Aðgerðir sem miða að því að efla geðheilsu
Aðgerðir sem miða að því að efla félagsfærni
Aðgerðir sem miða að heilbrigðu mataræði, svefni og hreyfingu
Áfengis, vímu- og tóbaksvarnir
Verkefni sem tengjast kynheilbrigði
Verkefni sem beinast að minnihlutahópum til að stuðla að jöfnuði til heilsu
Aðgerðir sem stuðla að jafnvægi þéttbýlis og dreifbýlis

Umsækjendur eru hvattir til þess að sækja tímanlega um og er það gert í umsóknargátt embættis landlæknis!  Hér má finna slóð að vefgáttinni:  https://styrkir.landlaeknir.is/#/
Til þess að sækja um í sjóðina er krafist innskráningar í umsóknargáttina með því að stofna aðgang. Skráning veitir umsækjanda gagnvirkan aðgang að umsóknarferli. 

Nánari upplýsingar má finna á síðu Embætti landlæknis.