Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Skíðaþing haldið á Sauðárkróki

24.10.2023

 

Skíðaþing 2023 var haldið í Húsi frítímans á Sauðárkróki 20.- 21. október síðastliðinn.  Afar góð mæting var á þingið og gekk það vel fyrir sig enda stýrt af röggsemi af þingforsetanum Viggó Jónssyni.  Bjarni Th. Bjarnason var endurkjörinn formaður Skíðasambands Íslands til tveggja ára.  Aðrir í stjórn voru einnig endurkjörnir til tveggja ára, þau Hugrún Elvarsdóttir, Jón Egill Sveinsson og Gísli Reynisson. Formaður alpagreinanefndar Sigurður Sveinn Nikulásson og Einar Ólafsson formaður skíðagöngunefndar voru einnig endurkjörnir.  Aðalsteinn Valdimarsson er nýr formaður snjóbrettanefndar.

Allmargar tillögur voru samþykktur á þinginu og þ.m.t. ályktun um stefnumótunarvinnu innan sambandsins, á sviði aðstöðumála, íþrótta- og afreksmála og um samskipti sambandsins og félaganna. 

Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson af stjórnsýslusviði ÍSÍ.

Myndir með frétt