Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Sýnum karakter ráðstefna: Sálfræði og íþróttir

20.09.2023

 

Fimmtudaginn 28. september fer fram Sýnum karakter ráðstefna ÍSÍ, UMFÍ og HR. Að þessu sinni er fókusinn á sálfræðilega þáttinn innan íþróttanna, allt frá afreksþjálfun fullorðina og niður til barna og ungmenna. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Sálfræði og íþróttir. Dagskráin er fjölbreytt og áhugaverð og hana má finna hér

Sýnum karakter er verkefni sem ÍSÍ og UMFÍ settu á laggirnar árið 2016.  Þá var útbúin heimasíða, https://www.synumkarakter.is/ og haldin fyrsta ráðstefnan.  Helsta markmiðin með verkefninu er að hvetja þjálfara og íþróttafélög til að leggja meiri áherslu á að byggja upp góðan karakter hjá iðkendum, með þjálfun sálrænna og félagslegra eiginleika barna og ungmenna.

Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík og stendur frá kl. 15:30 – 18:30.

Ókeypis verður inn en aðeins eru pláss fyrir 80 manns í salnum og er nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram. Skráning fer fram hér. Streymt verður frá ráðstefnunni og mun það verða auglýst betur síðar.

ÍSÍ hvetur alla þá sem vinna innan íþrótta- eða ungmennafélagshreyfingarinnar til að koma á ráðstefnuna og kynna sér málið!