Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13.05.2025 - 13.05.2025

Ársþing ÍBV 2025

Ársþing Íþróttabandalags Vestmannaeyja (ÍBV)...
9

ÍSÍ styrkir meistaranema við íþróttafræðideild HR

04.09.2023

 

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík undirrituðu á dögunum samstarfssamning þar sem ÍSÍ skuldbindur sig til þess að veita meistaranemanum  í íþróttavísindum og þjálfun námsstyrk til eins árs, skólaárið 2023-2024.

Neminn sem um ræðir heitir Vilhelmína Þór Óskarsdóttir. Hlutverk hennar er, undir handleiðslu kennara íþróttafræðideildar, að kortleggja þjálfaranám ÍSÍ og koma með tillögur til úrbóta. 


Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar, undirritaði samninginn fyrir hönd HR og Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, undirritaði samninginn fyrir hönd ÍSÍ.

Mynd/HR.