Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
12

Fyrsti framkvæmdastjórnarfundur eftir sumarfrí

18.08.2023

 

Fimmtudaginn 17. ágúst sl. hittist framkvæmdastjórn ÍSÍ á fyrsta fundi eftir sumarfrí. Vel var mætt á fundinn og drög lögð að skipulagi og verkefnum komandi mánaða. Mikill hugur er í nýrri stjórn en hver og einn stjórnarmeðlimur hefur, til viðbótar við stjórnarstörfin. tekið að sér ákveðin verkefni með setu í vinnuhópum, nefndum og ráðum ÍSÍ.

Framundan eru annasamir mánuðir í aðdraganda Ólympíuleikanna í París á næsta ári en ýmis verkefni og ákvarðanatökur er varða þátttöku Íslands í Ólympíuleikum liggja hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ. Má segja að undirbúningur fyrir Ólympíuleika hefjist formlega tveimur árum fyrir leika en þunginn eykst þegar nær dregur.

Framkvæmdastjórn ÍSÍ fundar venjulega mánaðarlega, nema í júlí, og til viðbótar eru haldnir 1-2 vinnufundir stjórnar á ári og Formannafundur ÍSÍ, sem stjórnin tekur einnig þátt í. Á þessum stjórnarfundi var einmitt skipulag og dagskrárefni Formannafundar ÍSÍ til umfjöllunar en dagskrá Formannafundar tekur mið af samþykktum Íþróttaþings ÍSÍ hverju sinni. Andri Stefánsson framkvæmdastjóri og Halla Kjartansdóttir sviðsstjóri Stjórnsýslusviðs ÍSÍ sitja einnig fundi stjórnar.

Meðfylgjandi mynd er frá fundinum. Á hana vantar stjórnarmeðlimina Daníel Jakobsson og Viðar Garðarsson, sem voru fjarverandi.