Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

16.05.2024 - 16.05.2024

Ársþing FSÍ 2024

Ársþing Fimleikasambands Íslands (FSÍ) verður...
8

Tveir íslenskir dómarar á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

02.08.2023

 

Tveir íslenskir dómarar dæmdu keppni í áhaldafimleikum á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Maribor í Slóveníu, sem lauk síðastliðinn sunnudag. Daði Snær Pálsson og Sæunn Viggósdóttir eru þaulreyndir dómarar og hafa verið alþjóðlegir fimleikadómarar til fjölda ára.  Hafa þau meðal annars dæmt á Evrópumeistara- og Heimsmeistaramótum. Til að uppfylla kröfur Alþjóða fimleikasambandsins um alþjóðlega dómgæslu sitja þau alþjóðlegt dómaranámskeið, sem viðurkennt er af Alþjóða fimleikasambandinu og ná prófi samkvæmt útgefnum kröfum þeirra í bóklegum og verklegum hluta.  Auk þess er gerð krafa um að dæma þurfi fjögur mót á hverju ári.

Daði Snær og Sæunn segja Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Maribor hafa farið vel fram.  Mótið hafi gengið vel, verið skemmtilegt og mótshaldarar staðið sig vel.