Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Sjötti keppnisdagur á EYOF í Maribor

28.07.2023

 

Nú er aðeins einn keppnisdagur eftir hjá íslensku keppendunum.

Dagurinn byrjaði í sundhöllinni eins og venja hefur verið. Ylfa Lind Kristmannsdóttir keppti í 50m skriðsundi og synti á tímanum 28,48 og lenti í 39. sæti. Sólveig Freyja Hákonardóttir keppti í 800m skriðsundi og synti á tímanum 9:30,26 og lenti í 22. sæti.  Vala Dís Cicero keppti einnig í 50m skriðsundi og synti á tímanum 27,31 sek en sá tími skilaði henni í 16. sæti og þar með í undanúrslit. Í undanúrslitunum synti Vala á tímanum 26,83 sek og varð í 13. sæti. Hólmar Grétarsson synti í dag í 400m fjórsundi og varð áttundi inn í úrslit, en hann synti á tímanum 4:36,72. Í úrslitum synti Hólmar á tímanum 4:35,30 sem tryggði honum 6. sætið í greininni.
Keppendurnir okkar í sundi hafa öll staðið sig frábærlega og var þetta síðasti keppnisdagurinn þeirra á leikunum.

Strákarnir í handknattleiknum spiluðu gegn Svartfjallalandi. Andstæðingarnir virtust ætla að verða þeim erfiður framan af, en að lokum unnu strákarnir okkar glæstan sigur 30-37. Á laugardag spilar liðið gegn Noregi um 5. sætið á leikunum.

Myndir með frétt