Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Þriðji keppnisdagur á EYOF í Maribor

25.07.2023

 

Þriðja keppnisdegi Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar (EYOF) er lokið. Mikill veðurofsi gekk yfir Maribor síðastliðna nótt sem setti strik í skipulag mótshaldara. Keppnisdagskrá í innanhúss íþróttagreinum hélst óbreytt. Í nokkrum af þeim íþróttagreinum sem fóru fram utanhúss riðlaðist tíminn eða keppni var aflýst. Veðrið hafði þau áhrif í tennis að tvíliðaleik hjá Ívu Jovisics og Hildi Evu Mills var aflýst. Þær eiga því leik á móti Slóvenum á morgun, miðvikudaginn 26. júlí.

Magnús Víðir Jónsson keppti í 100m skriðsundi með tímann 54.66 og hafnaði í 42. sæti. Sólveig Freyja Hákonardóttir, keppti í 400m skriðsundi og lenti í 28. sæti á tímanum 4:38.60. Hólmar Grétasson keppti í 1500m skriðsundi, hann synti á tímanum 16:17,83 og varð í 13 sæti.

Keppni í áhaldafimleikum drengja hófst í dag. Lúkas Ari Ragnarsson endaði í 39. sæti, Ari Freyr Kristinsson varð í 46. sæti og Stefán Máni Kárason í 45. sæti af 55 keppendum. Strákarnir stóðu sig frábærlega og fengu góðan stuðning frá íslenskum áhorfendum.

Veðrið setti einnig strik í keppnina í frjálsíþróttum sem olli nokkurri seinkun. Daníel Elvarsson keppti í spjótkasti og kastaði spjótinu 56.19m og hafnaði í 12. sæti.

Handknattleikslið karla spilaði sinn annan leik í riðlinum í dag á móti Þýskalandi. Íslenska liðið tapaði fyrir öflugum Þjóðverjum, 23-34. Á morgun eiga þeir leik við Slóvena.

Það var annasamur dagur hjá íslenska hópnum vegna veðurofsa sem brast á með litlum fyrirvara. Áríðandi var að koma upplýsingum frá skipuleggjendum leikanna til allra þátttakenda til að tryggja öryggi þeirra og gekk allt vel að lokum.


Myndir með frétt