Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Kristjana Ósk og Bernard Kristján fánaberar Íslands á setningarhátíð EYOF 2023

23.07.2023

 

Setningarhátíð Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar fór fram í kvöld, sunnudaginn 23. júlí í Maribor í Slóveníu.

Fánaberar Íslands voru þau Kristjana Ósk Ólafsdóttir sem keppir í fimleikum og Bernard Kristján Owusu Darkoh sem keppir í handknattleik. Fulltrúar Íslands eru bæði að keppa á EYOF í fyrsta skipti. Kristjana er fædd árið 2008 og keppir með Íþróttafélaginu Gerplu og Bernard er fæddur árið 2007 og leikur með Íþróttafélagi Reykjavíkur (ÍR).

Setningarhátíðin hófst þegar þátttakendur leikana gengu fylktu liði um stræti Maribor þar sem fjöldi heimamanna fögnuðu og glöddust með þeim. Göngunni lauk á Stadium Ljudski vrt, þar sem fánarberarnir leiddu Íslenska hópinn inn á leikvanginn. Dagskráin var hin glæsilegasta þar sem fremsta tónlistar- og listafólk Slóveníu skemmti þátttakendum og gestum leikanna. Í lokin setti Nataša Pirc Musar, forseti Slóveníu, hátíðina og eldur hátíðarinnar var tendraður.

Í dag var einnig fyrsti keppnisdagur leikanna og var Hildur Eva Mills fyrst Íslendinganna til þess að hefja keppni þegar hún mætti Marinu Queasada frá Spáni í einliðaleik í tennis. Sú spænska var gríðarlega öflug og fór með sigur af hólmi. Engu að síður spilaði Hildur Eva vel í dag, sýndi góða frammistöður og öðlaðist dýrmæta reynslu en keppnin í dag var hennar fyrsta keppni á erlendri grundu.

Fyrir áhugasama má fylgjast með leikunum í beinu streymi hér


Myndir með frétt