Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Vel heppnuðu þjálfaranámskeiði Alþjóðabogfimisambandsins lokið

11.07.2023

 

Námskeið á vegum Alþjóðabogfimisambandsins (World Archery, WA) Coaching seminar level 2 var haldið af Bogfimisambandi Íslands í Bogfimisetrinu dagana 3. til 11. júlí og var námskeiðið styrkt af Ólympíusamhjálpinni. Íslenskum þjálfurum, sem eru virkir í þjálfun innan aðildarfélaga BFSÍ og hafa lokið fyrsta stigi hjá WA, var boðin þátttaka á námskeiðinu.

Prófdómarar á námskeiðinu voru þeir Tim Swane frá Bretlandi og Guðmundur Guðjónsson.  Tólf þjálfarar tóku þátt í námskeiðinu og náðu þeir allir mati prófdómara námskeiðsins.

Nánari fréttir af námskeiðinu má sjá á heimasíðu BFSÍ.

Myndir með frétt