Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Skilaboð frá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs

05.07.2023

 

ÍSÍ vill koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri frá embætti samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs en mikilvægt er að allir sem koma að íþrótta- og æskulýðsstarfi viti hvert skal leita vakni grunur um brot á barni eða óæskilega hegðun gagnvart börnum og ungmennum í íþróttum, æfingum og/eða keppni tengdum þeim. Eftirfarandi skilaboð koma frá samskiptaráðgjafa: 

Í sumar eru ýmsar samkomur, viðburðir og mannamót þar sem börn koma að.  Því er mikilvægt að öll þau sem koma að skipulagningu og framkvæmd íþrótta- og æskulýðsstarfs séu upplýst um það til hvers er ætlast af þeim varðandi hegðun og framkomu. Þá er einnig mikilvægt að þekkja einkenni ofbeldis og vita hvert skal leita ef vaknar grunur um að barn hafi orðið fyrir ofbeldi. Við minnum á að leita má ráða eða leiðsagnar hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs um samskipti.

Í upplýsingabréfinu eru gagnlegir hlekkir með fræðslu gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, gátlistar varðandi nýráðningu starfsfólks og sjálfboðaliða ásamt leiðbeiningum varðandi öflun upplýsinga úr sakaskrá. Þar er einnig að finna hlekk á samræmda viðbragðsáætlun íþrótta- og æskulýðsstarfs. 
 
Ætíð á að tilkynna til 112, og/eða barnaverndarþjónustu og lögreglu ef vaknar grunur um brot gegn barni.  

Vinsamlega áframsendið þessar upplýsingar á öll sem málið snertir innan ykkar raða og dreifið þessu sem víðast.

Hér má finna nánari upplýsingar um embætti samskiptaráðgjafa.

Myndir koma frá heimasíðu samskiptaráðgjafa. 

Myndir með frétt