Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik fær úthlutað boðssæti á HM 2023.

04.07.2023

 

Í gærmorgun tilkynnti Alþjóðahandknattleikssambandið (IHF) hvaða tvö lið hefðu fengið úthlutað boðsætum á Heimsmeistaramót kvenna í handknattleik (HM 2023) sem haldið verður í Noregi, Svíþjóð og Danmörku næstkomandi desember. Íslenska kvennalandsliðið fékk úthlutað boðssæti ásamt Austurríki og eru þær því á leið á sitt fyrsta stórmót síðan árið 2012. Íslenska liðið tók þátt í umspili um laust sæti á HM gegn Ungverjalandi í vor en komst ekki áfram þá. 

Dregið verður í riðla fyrir HM á fmmtudaginn næsta, 6.júlí og verður Ísland í fjórða og neðsta styrkleikaflokki.  Að þessu sinni verða 32 þjóðir í pottinum.  

Það er virkilega ánægjulegt að íslenska kvennalandsliðið hafi fengið úthlutað boðssæti og ÍSÍ óskar þeim til hamingju og góðs gengis á mótinu.

Mynd/HSÍ.