Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Spennandi keppni á fimmta degi Evrópuleikanna

28.06.2023

Í gær tóku Íslendingar þátt í tveimur greinum á Evrópuleikunum í Póllandi. 

Marín Aníta Hilmarsdóttir keppti í útsláttarkeppni í sveigboga kvenna og mætti þar Tsiko Putkaradze frá Georgíu í mjög jöfnum og spennandi leik. Marín tapaði fyrstu lotunni fyrir Tsiko en Marín svaraði því með sigri á annari lotu og jafnaði hún þannig leikinn, 2-2. Eftir æsispennandi keppni sigraði Tsiko 7-3 og Marín komst því ekki áfram í næstu umferð. Marín endaði í 33. sæti af 64 sem tóku þátt og getur unað vel við frammistöðu sína á þessu stóra sviði sem Evrópuleikarnir eru. 

Í gær kepptu einnig þeir Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson í öðrum leik riðlakeppninnar í tvíliðaleik karla í badminton. Danirnir sem þeir mættu eru númer 11 á heimslista en þeir Davíð og Kristófer mættu öflugir til leiks og sýndu mjög góða takta gegn þessum sterku andstæðingum. Leikurinn endaði 21-9 og 21-9 fyrir Dönunum en strákarnir keppa á morgun á móti Norðmönnunum Torjus Flaatten og Vegard Rikheim í síðasta leik riðlakeppninnar. 

Í dag keppa einnig skylmingadrengirnir okkar þeir Sævar Baldur Lúðvíksson, Gunnar Egill Ágústsson og Andri Nikolaysson Mateev í liðakeppni með höggsverði. 

Áhugasamir geta fylgst með dagsskrá og úrslitum á heimasíðu leikanna og er einnig bent á að fylgjast með Instagram ÍSÍ #isiiceland.

Myndir með frétt