Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

Þriðji keppnisdagur Evrópuleikanna 2023

26.06.2023

 

Á þriðja keppnisdegi Evrópuleikanna 2023 kepptu Íslendingar í skylmingum og skotíþróttum. 

Hákon Þór Svavarsskon kláraði keppni í skeet með samtals 118 stig (23-22-23-25-24). Í skeet er hæst hægt að fá 125 stig en sá sem var fyrstur inn í úrslit var með 124 stig. Hákon varð í 28. sæti á leikunum.

Þeir Sævar Baldur Lúðvíksson, Gunnar Egill Ágústsson og Andri Nikolaysson Mateev kepptu í skylmingum með höggsverði. Strákarnir komust ekki áfram í riðlakeppnina en þeir lentu allir á móti mjög sterkum keppendum í fyrstu umferð og börðust vel gegn þeim en þurftu að lúta í lægra haldi. Strákarnir keppa aftur þann 27. júní og þá í liðakeppni með höggsverði.

Í dag fer fram keppni í tvíliðaleik karla í badminton. Þeir Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson keppa á móti sterku liði Hollendinga síðar í dag. 

Úrslit frá mótinu er hægt að skoða hér: europeangames.org

Hér er hægt að fylgjast með keppninni í gegnum streymi: europeangames.tv

Hér geta áhugasamir skoðað myndir af íslensku keppendunum á leikunum: Myndasíða ÍSÍ

Hægt er að fylgjast með gangi mála hjá íslensku keppendunum á Instagram ÍSÍ: #isiiceland

 

Myndir með frétt