Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Fyrstu tveir keppnisdagar Evrópuleikanna 2023

25.06.2023

 

Fyrstu tveir keppnisdagar á Evrópuleikunum 2023 hafa farið vel fram.  

Þann 23. júní keppti Marín Aníta Hilmarsdóttir í undankeppni í sveigborga kvenna og fékk samtals 613 stig sem er aðeins 4 stigum frá Íslandsmeti hennar í greininni. Marín Aníta varð í 38. sæti af 46 keppendum en hér á leikunum eru samankomnir bestu keppendur Evrópu.Undankeppni Evrópuleikanna í bogfimi raðar keppendum inn í útsláttarleiki mótsins sem fara fram þann 27. júní en þar mun Marín Aníta mæta Tsiko Putkaradze frá Georgíu í sínum fyrsta leik.

Þann 24. júní keppti Hákon Þór Svavarsson á fyrri degi í skeet og náði hann 69 stigum af 75 mögulegum (23-22-24). Hákon heldur áfram keppni í dag þar sem hann reynir við 50 skífur.

Ingibjörg Erla Grétarsdóttir keppti sama dag í -57kg flokki kvenna í taekwondo. Í fyrsta bardaga dagsins keppti Ingibjörg á móti Bretanum Jade Louise Jones sem er tvöfaldur Ólympíumeistari í greininni. Ingbjörg þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Jade Louise sem endaði sem sigurvegari á mótinu. Ingibjörg átti næsta bardaga við Benito Arlet frá Spáni og tapaði með naumindum. 

Keppni heldur áfram í dag þegar Hákon keppir á seinni degi keppninnar í skeet. Þar að auki hefst keppni í skylmingum þar sem þeir Sævar Baldur Lúðvíksson, Gunnar Egill Ágústsson og Andri Nikolaysson Mateev munu keppa í einstaklingskeppni með höggsverði.

Hægt er að fylgjast með streymi frá leikunum hér á europeangames.tv og hér á heimasíðu leikanna er hægt að fylgjast með dagsskrá og úrslitum.