Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
20

Evrópubikarinn á Evrópuleikum

22.06.2023

 

Evrópubikar í frjálsíþróttum fer fram í Silesia/Krakow-Malopolska í Póllandi og er mótið hluti af Evrópuleikunum sem standa nú yfir. 

Lið Íslands keppir þar í 2. deild en hópurinn telur alls 30 keppendur. Þrjár efstu þjóðirnar komast upp í 1. deild og þrjár neðstu falla niður í 3. deild. Keppnin er gríðarlega sterk og skapast góð tækifæri fyrir þátttakendur að ná góðum árangri í keppni við verðuga andstæðinga við frábærar aðstæður. Streymt er frá viðburðum í boði Eurovision Sport þar sem hægt er að fylgjast með hverri grein fyrir sig, ásamt hefðbundinni útsendingu. Hlekkur á streymið er hér.

Í gær, á 2. keppnisdegi, náðist góður árangur hjá íslenska hópnum. Boðhlaupssveitin í 4x100 m hlaupi setti Íslandsmet í gærkvöldi á tímanum 44,27 sek en sveitin er skipuð þeim Gylfa Ingvari Gylfasyni, Kristófer Þorgrímssyni, Degi Andra Einarssyni og Kolbeini H. Gunnarssyni. Valur Guðnason náði einnig 3. sæti í kringlukasti með kasti upp á 63,34 m. Á fyrsta keppnisdegi náðist einnig góður árangur. Kolbeinn Höður Gunnarsson jafnaði Íslandsmet sitt og Ara Braga Kárasonar í 100m hlaupi á tímanum 10,51 sek en Kolbeinn varð 7. í greininni. Daníel Ingi Egilsson varð 2. í þrístökki karla með 15,82m og Erna Sóley Gunanrsdóttir varð þriðja í kúluvarpi kvenna með kast upp á 16,93m. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir náði lágmarki inn á EMU23 í 100m hlaupi.

Frjálsíþróttasamband Íslands flytur fréttir frá Evrópubikarnum á sínum miðlum. 

Fésbókarsíða FRÍ.

Heimasíða FRÍ.

Mynd/FRÍ