Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Evrópuleikarnir 2023 verða settir í kvöld

21.06.2023

 

Evrópuleikarnir, sem fram fara í Póllandi dagana 21. júní - 2. júlí verða settir í kvöld við hátíðlega athöfn á Henryk Reyman Municipal Stadium í Kraká (Krakow). Hægt verður að fylgjast með setningarhátíðinni og íþróttaviðburðum leikanna í beinu streymi á sjónvarpsrás leikanna:  https://europeangames.tv/

Athöfnin hefst kl.18:30 að íslenskum tíma (20:30 CET). Á heimasíðu leikanna kemur fram að athöfnin verði uppfull af skemmtilegheitum, tónlist, dansi og ógleymanlegum flutningi pólskra stórstjarna, m.a. Tribbs og Roxy Węgiel en einnig úkraínska tónlistarhópnum Kalush Orchestra sem vann hug og hjörtu aðdáenda Júróvisjón keppninnar 2022 með laginu Stefania. Eldur leikanna verður tendraður á setningarhátíðinni og mun loga þar til leikunum lýkur.

Ísland á átta keppendur á leikunum sem keppa í fimm íþróttagreinum. Auk þess er stór hópur frjálsíþróttafólks að keppa á Evrópubikarmóti í frjálsíþróttum, sem haldið er sem hluti af Evrópuleikunum. Beint steymi frá frjálsíþróttakeppninni er á eftirfarandi slóð: https://allathletics.tv/championships/ea-team-silesia-2023